Þó að það sé frekar kalt, þá erum við heppin að það hefur ekki komið rok og rigning/snjókoma á féð. Ég held að féð hafi það gott
Við settum allt féð út úr refaskálanum nema þrílemburnar. Þær fá smá dekur áfram í einhvern tíma
Við fórum með nokkrar þrílembur í viðbót upp í refaskála. Við vorum með lömbin í sér hólfi á kerrunni, svo þau yrðu ekki fyrir höggi frá kindunum
Þessi kom og heimsótti mig í hjólhýsið. Hún bar í dag. Það er mikill lambamunur hjá henni
20-504 Myrja með tvo hrúta
Núna eru 10 eftir. Í þeirri tölu er einn gemsi
Molinn kveður