Það fækkar ekkert á túninu þótt það séu farnar 84 ær
Já það fóru 45 í dag
Þetta smá mjakast. Tekur tíma að klippa klaufirnar, en við gefumst ekki upp við það
Nú eru þessi hætt að stríða mæðrum sínum. Þau fóru í dag. Þau hafa látið sem þau heyra ekki í þeim. Mæðurnar jarma og jarma en þau láta sem þau eru með banana í eyrunum og heyra ekkert. Það er búin að vera þögn í kvöld
Molinn kveður