Við erum með 3 heimalinga. Þessi fyrir miðju varð móðurlaus á öðrum degi. Hún er undan 14-180 Krónu og 18-593 Hamri og fæddst 4. júní
Hinar eru undan 19-457 Sissu og 20-604 Grilli. Þær urðu móðurlausar tveggja vikna, því Sissa fékk júgurbólgu og drapst. Við fundum þær ekki fyrr en við fórum að reka inn og keyra á fjall. Þá voru þær búnar að þrauka úti í tvær vikur greyin, svona litlar. Ég tók þær og bauð þeim pela. Það þurfti ekki að pína þær til að drekka. Það var eins og þær hefðu verið heimalingar allan sinn tíma. Ég ætla að gefa þeim pela í nokkra daga. Nú verða þær þrjár saman og fylgjast að í sumar
Það er með ólíkindum að þær hafi lifað þetta af
Molinn kveður