Við fórum í smá bíltúr á húsbílnum í dag
Við buðum pabba með og við fórum í Fljótin
Við keyrðum til Ólafsfjarðar og fórum Lágheiðina
Við stoppuðum á Lágheiðinni og fengum okkur kaffisopa
Týri fékk að fara með okkur og honum leiddist það nú ekki
Við stoppuðum í Haganesvík og borðuðum hangikjöt. Það er mjög langt síðan ég hef komið þangað
Sláturhúsið og kaupfélagið í Haganesvík
Í Haganesvík. Við fórum svo til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og heim
Við pabbi í lok dags
Það var gaman að hafa hann með okkur í dag
Molinn kveður