
Öll túnin hér heima voru slegin 9. júlí
Öllu snúið einu sinni, en tvisvar þar sem var aðeins meira á
Þarna sjást túnin sem slegin voru
Stykki 1 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 6 rúllur
Stykki 3 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 21 rúllur
Stykki 4 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 2 rúllur
Stykki 5 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 15 rúllur
Stykki 8 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 4 rúllur
Stykki 9 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 3 rúllur
Samtals eru þetta 51 rúllur
Það var frekar lítið á þessum stykkjum, því ærnar eru ný farnar af þeim. Og til viðbótar beitinni, þá eru þau brunnin vegna þurrks. Samt nauðsynlegt að hreinsa þau. Nú þarf gróðurinn frekar mikið á rigningu að halda
Ömmu og afa gullmoli er 7 ára í dag
Til hamingju elsku fallegi Haukur Nói okkar
Já þær eru farnar að mæta á hverjum morgni og reka á eftir mér með pelana þessar elskur
Og þá er að láta þær elta mig uppeftir
Og fara með þær inn í réttina, gefa þeim og klifra svo yfir og stinga af. Þær fara svo að fara á fjall eftir nokkra daga
Molinn kveður