Já það er víst þannig að ég á afmæli í dag. Ég fékk þennan bolla í afmælisgjöf frá stelpunni okkar henni Sólveigu. Ég fékk mér kaffi úr honum og framvegis verður hann kaffibollinn minn. Takk Sólveig mín
Við byrjuðum daginn á því að fara í fjöruna á Gáseyri
Alltaf gaman að fara þangað
Týri elskar að fara þangað
Þær komu í afmæliskaffi og til að knúsa mig. Yndislegar
Ég átti yndislegan dag með mínum nánustu
Molinn kveður