Við ákváðum að skella okkur í smá ferðalag í dag
Áður en við fórum, þá flaug ég drónanum til að athuga með lömbin. Þau voru á sínum stað. Vonandi tolla þau þarna á meðan við verðum að heiman
Á meðan ég tók okkur til og setti í bílinn, þá dunduðu þeir sér í þessu
Fyrsta stoppið eftir að við lögðum af stað, var á planinu við Hraundrangann
Við fengum okkur að borða hádegismatinn. Já stutt að heiman, en samt ekki heima
Við stoppuðum á Blönduósi og leyfðum strákunum að fá útrás í tækjunum þarna
Við verðum á Borðeyri í nótt
Strákarnir og Týri fóru í berjamó og tíndu nokkur ber
Mjög fínt að vera þarna
Og enn er borðað
Tjaldsvæðið á Borðeyri
Borðeyri
Við hringdum í Kristínu, tengdamömmu Guðrúnar. Hún kom í smá kaffi og spjall til okkar
Molinn kveður