Í gegnum árin er ég búin að vera með mjög mörg börn. Dagmamma í 15 ár, vera stuðningsfjölskylda í 20 ár, taka börn í sumardvöl, taka börn í fóstur og eitthvað fleira. Ég held að ég hafi aldrei verið með svona þægilegt barn eins og ég er með núna. Þessi ömmu gullmoli er svo yndisleg og góð. Alveg einstök
Þegar ég hugsa þetta betur, þá get ég samt sagt að ég hef verið með svona þægilegt barn. Það var elsku litli engillinn okkar sem kvaddi okkur allt of snemma. Hann fylgir okkur hvert skref
Við fórum í göngutúr í rigningunni í morgun
Bestu vinir
Hún er alltaf brosandi þessi fallega stúlka
Molinn kveður