Þá erum við nú aftur byrjuð, að taka til í hlöðunni
Við tókum einstaklingsstíurnar niður og verkuðum gólfið. Við eigum svo eftir að fara með dót upp í refaskálann
Flotti hópurinn okkar
Jæja ég er búin að heimsækja heimalingana. Ég hef ekki þorað það, þar til núna, því ég hélt að þær mundu elta mig heim. Þær gerðu það ekki. Ég fékk að knúsa þær allar. Þegar við ákváðum að fara heim, þá löbbuðu þær bara frá okkur og fóru að bíta
Ég er búin að sakna þeirra mikið
Molinn kveður