Við fórum í Kjarnaskóg í morgun. Það voru svo margar kanínur, enda fáir á ferðinni þar til að trufla þær. Ég held að við höfum séð um 10 saman í hóp, í nokkrum hópum
Við sáum nokkur listaverk sem voru gerð á námskeiði sem var haldið á bókasafninu á Akureyri
Þetta listaverk er Baktus. Ömmu og afa strákurinn okkar, Einar Breki, smíðaði hann. Mjög flott hjá honum
Það er alveg merkilegt að þetta fái ekki að vera í friði. Það þarf að skemma allt
Svona var hann í gær
Og svona var hann í morgun. Búið að taka hendina og hamarinn sem hann hélt á, af. Þetta er með ólíkindum að svona fái ekki að vera í friði
Við sáum 7 listaverk, en þau eru 13. Við þurfum að fara aftur til að sjá hin 6
Skólasetning í dag í Þelamerkurskóla. Skólinn byrjar á morgun
Þórður fór og lagaði leiðið hjá litla gullinu okkar. Það var farið að síga. Árni Arnsteins hjálpaði honum
Molinn kveður