Í þessum hita sem búinn er að vera, þá er húsið fullt af flugum. Við erum alveg að klikkast á þessum flugna fjölda
Í morgun fór dropi af jógúrti niður á borðið og það komu flugur um leið til að fá sér að borða
Þórður gaf þeim dropa af mjólk
Og mjólkurkex
Það komu alltaf fleiri og fleiri
Og kláruðu nánast allt
Í hádeginu fór dropi niður á borðið, af jafningi. Þær voru fljótar að koma
Þetta er óþolandi alveg hreint
Fluga við flugu
Við spreyjuðum flugnaeytri og fórum á rúntinn á meðan. Þegar við komum heim, þá voru flestar dauðar, en ekki allar
Þetta er bara lítill hluti, af flugunum sem voru dauðar. Alveg svakalegt
Himininn í morgun
Við fengum okkur rúnt í morgun, í Ólafsfjörð. Við hittum Rikka bróðir. Það hefur nú ekki alltaf verið svona mikill stærðarmunur á okkur. Það sést á myndinni hér fyrir neðan
Þarna erum við svona 6 og 8 ára og jafn stór. Ég er 2 árum eldri
Við höfun alltaf verið góðir vinir og höfum brallað margt saman
Molinn kveður