Í dag var útivistardagur í skólanum. Þeir bræður voru klárir í slaginn. Alexander gekk upp að Hraunsvatni og Damian hjólaði frá Gerði og hingað á Möðruvelli. Duglegir strákar
Við settum upp girðinguna, í dag, fyrir neðan íbúðarhúsin, já eða við byrjuðum á henni. Við þurftum að taka pásu, því ég var svo óheppin að slasa mig á putta
Já þetta er sko ekkert grín. Puttinn brotinn og var næstum því dottinn af
Hann var saumaður á og brotið sett saman, eiginlega með saumnum. Það er ekki vitað með sinar, hvort þær hafi sloppið. Það á eftir að koma í ljós
Svona er þetta. Ég á að koma aftur á föstudag í umbúðarskipti og skoðun
Þetta er sökudólgurinn. Eða það má segja að þetta sé mér að kenna, því ég hélt í krókin/augað, en ekki í spottann. Spilið dróst inn og krókurinn fór inn og klemdi mig
Við kláruðum svo að girða eftir að við komum heim. Góður dagur, þótt þetta hafi komið fyrir, því það hefði getað skeð eitthvað enn verra
Molinn kveður