Ég slasaðist á vísifingri vinstri handar, 7. september. Mér leist nú ekki á þetta í byrjun
Ég fór í morgun í skoðun og þetta leit mjög vel út. Saumurinn var tekinn. Ég fór í myndatöku og þau eru ánægð með hvað brotið heldur sér vel
Læknirinn sem saumaði puttann, var ekki alveg viss hvort sinar hefðu farið í sundur. Þegar spelkan var tekin af í morgun, þá prufaði ég að hreyfa puttann og það tókst. Sinarnar eru þá ekki í sundur eins og læknirinn var hræddur um, sem er frábært
Þetta lítur vel út
Ég þarf að vera í spelkunni í 3-4 vikur í viðbót, út af brotinu
Þessi gullmoli var að fá afmælisgjöfina frá ömmu og afa. Hann var frekar ánægður með okkur
Molinn kveður