
Fyrsti snjórinn í vetur, kom í nótt
Svona verður þetta næstu daga/vikur
Smá snjókoma í nótt
Vinnukonan að störfum
Ég flaug drónanum yfir kálið í dag. Ég sá eitt lamb afvelta
Ég setti staðsetningu á minnið hvar ég sá það, lenti drónanum og æddi af stað. Ég leitaði og leitaði þar sem ég hélt að það væri. Ég hélt að það hefði náð að koma sér á fætur, því ég fann það ekki. Ég fór heim, náði í drónann og flaug honum aftur yfir. Þá sá ég það og sá þá hvar ég ætti að leita, því ég fór með drónann að kálinu og flaug honum þaðan. Ég lenti honum og fór af stað til að finna lambið. Ég fann það á lífi. Það hefur ekki verið búið að liggja lengi, því það hafði gott jafnvægi þegar ég velti því við
Nokkrar myndir af lömbum
Gimbur undan 14-168 Kráku og 20-604 Grilli
Maður fær alltaf sting í magann þegar maður sér svona sjón
Maður heldur að þau séu dauð. Sem betur fer voru þau á lífi. Sváfu bara svona vært
Gimbrar undan 14-145 Kirnu og 16-571 Þyrli
Knúsa heimalingur
Sólrún heimalingur
Sóldís heimalingur
Litla lambið bar sig vel eftir rigninguna og rokið í gær og snjókomuna í nótt
Molinn kveður