Í dag er mánuður síðan ég meiddi mig á puttanum. Ég fór í skoðun og nú er ég laus við spelkuna. Ég held að ég sakni hennar smá
Puttinn lítur svakalega vel út. Allt á réttri leið
Eini sársaukinn er að beygja hann. Ég þarf að þjálfa hann upp, því í spelkunni var puttinn beinn og ég gat ekki beygt hann. Ég held að ég verði fljót að ná mér
Knúsa, Sóldís og Sólrún hafa það gott inni. Þær eru ekki á leiðinn út
Litlu stubbarnir eru duglegir að borða. Ég held að þeim finnist bara gott að vera inni
Yfirlitsflug. Ekki veitir af. Ég hef séð lömb fara afvelta við það að klóra sér. Sum þeirra ná sér sjálf á fætur, en sum ekki og þá er gott að fljúga yfir
Molinn kveður