Möðruvallakirkja í morgun
Það snjóaði örlítið í nótt og nú er allt hvítt
Morgungjöf
Við tókum girðinguna, neðan við íbúðarhúsin
Nú þarf maður ekki að vanda sig að bakka af stæðinu 
Það fór samt smá hrollur um mig þegar við vorum að taka girðinguna niður, því þegar við vorum að setja hana upp, þá meiddi ég mig á puttanum
Það er með ólíkindum hvað hann er orðinn góður á tveim mánuðum. Nöglin farin en það er að koma flott nögl í staðinn. Lítur bara vel út
Ég tók aðeins á loft í dag. Veðrið var svo fallegt. Nú eru kindurnar allar komnar á hús, þannig að ég þarf ekki að fljúga yfir þeim á hverjum degi. Nú flýg ég bara þegar mig langar til
Molinn kveður