Möðruvallakirkja í morgun
Möðruvellir 3
Við fengum falleg jólablóm frá góðum vinum
Ég var búin að öllu í dag, nema skipta um á rúmunum og það geri ég á morgun. Þegar ég var búin í dag ákvað ég að baka eina uppskrift af góðu mömmukökunum og þá er ég búin að baka fjórar uppskriftir. Ég held að ég hafi aldrei verið búin að öllu svona snemma. Ég hef alltaf ætlað að vera búin, en aldrei tekist fyrr en núna 
Ooohhh þær eru svo góðar
Nóg til
Þessi fallega ömmu og afa gull kom í dag ásamt foreldrum sínum og ætla þau að vera hjá okkur fram á sunnudag
Molinn kveður