Við fórum í Skíðaþjónustuna og skiptum út skíðum og skíðaklossum. Þeir þurftu allir lengri skíði og stærri skó. Þeir hafa stækkað frá því í apríl. Á myndina vantar einn, en hann fór með vini sínum í fjallið í dag. Núna erum við klár í fjallið á nýju ári
Þeir fóru ekki í fjallið í dag, en fengu að prufa skíðin hér heima
Þeir stóðu sig vel að hanga í spottanum = skíðalyftunni
Við förum í fjallið á nýju ári og vonandi sem fyrst. Kannski 3. janúar 
Við tókum líka sleðana og settum þá í spotta, aftan í hjólið. Það var gaman þó það hafi verið komið myrkur
Sælir og ánægðir
Molinn kveður