Eins og ég sagði í bloggi í gær, þá var lamb sem var búið að
týna mömmu sinni og búinn að vera án hennar í allavega
tvo daga. Við tókum hann inn og settum í heimalingahópinn.
Ég var búin að leita og leita að mömmunni en fann hana
ekki. Þegar ég fór síðustu ferðina í fjárhúsin í gærkvöld, þá
sá ég hana. Ég fór inn og náði í hrússa og sýndi henni hann.
Hún fór strax að jarma á hann og hún elti okkur inn í fjárhús.
Hún var svo ánægð að fá loksins hrútinn sinn og hrússi ánægður
með hana. Við vorum öll heppin og ánægð 
 |
Þessi flekkótti hrútur er undan 15-193 Hugljúfu. Hann var
vaninn undir 15-241 Botnu, því Hugljúf var þrílembd. Hann
var minnstur af þeim þrílembingum
 |
Hrútur og gimbur undan 17-364 Þóru og 18-591 Vita
 |
Það er nóg gras ennþá. Við höfum ekki þurft að setja margar
rúllur út. Það er annað ástand núna en í fyrra. Þá var allt
að skrælna úr þurrki
 |
17-325 Litfríð með hrút og gimbur undan 21-703 Jalla
 |
Það er samt ein og ein sem fara í rúllurnar
 |
Hrútur undan 19-455 Hýru og 16-571 Þyrli
 |
Þrílembingar (tveir hrútar og ein gimbur) undan 18-404 Lænu
og 20-603 Sagosen
Enn eru eftir 7 ær
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|