Í fyrra, þá vantaði okkur kindur af fjalli. Þessi er ein af þeim.
Þá var hún lamb. Núna er hún veturgömul og kom með
mórauðan hrút með sér
 |
Þetta er hrúturinn. Hann er svipaður á stærð og móðirin.
Hún er forystu blendingur
 |
Í dag voru göngur. Við fórum í fyrirstöðu og biðum aðeins
í 5 klukkutíma. Þau létu það nú ekki á sig fá. Svakalega
dugleg og þolinmóð 
 |
Við vorum með nóg af nesti með okkur. Hressir og duglegir
krakkar. Þess má geta að tveir af þessum krökkum fóru í
göngur. Það eru þessi tvö til vinstri
 |
Safnið að koma niður
 |
 |
 |
Þessi er með gimbrina hennar Valíu, þessi sem ber arfgerðina
T137. Spurning með hana. Það er þessi sem liggur þarna
hægra megin við Dunu
 |
Demelsa kom með Gormu litlu.
Það var ákveðið að rétta á morgun, þar sem það var
komið svo seint að
 |
Þegar ég kom heim, þá flaug ég drónanum, til að athuga
með sauðburðinn. Galía er ekki borin, en það styttist í það
 |
Þessi (18-387 Óla) kom heim í gær. Hún var komin að burði.
(sú fimmta) Og já ég flaug drónanum til að athuga um hana.
Hún var þá borin einu lambi (gimbur)
 |
Óla greyið kom af fjalli í gær og bar í dag. Eins gott að hún
skilaði sér heim í gær
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|