Okkur vantar 5 ær af fjalli
 |
19-474 Þeba. Hún er með hrút og gimbur sem bæði eru
hvít. Við fengum þær fréttir áðan, að líklegast er hún komin
til byggða. Það kemur í ljós á morgun
 |
21-758 Díana. Hún er með flekkótta gimbur. Það hefur ekkert
sést til hennar í haust
 |
21-758 Panna. Hún er með flekkótta gimbur. Það hefur
ekkert sést til hennar. Þær eru líklegast einhversstaðar saman
 |
19-489 Blanda. Hún skilaði sér ekki af fjalli í fyrra. Þá var hún
með eina gimbur með sér, en hin gimbrin náðist um haustið.
Nú er gimbrin sem hún var með á fjalli síðasta vetur komin
heim. Hún kom meirisegja með hrút með sér sem var 45 kg.
Blanda sást núna í haust (fyrir göngur), þá með tvö lömb með
sér. Það hefur ekkert sést til hennar eftir það. Hún felur sig
einhversstaðar. Hún ætlar sér líklegast að vera annan vetur
á fjalli og þá með tvö lömb með sér
 |
16-288 Jóney. Lömbin hennar eru komin en ekki hún. Hún
er líklegast dauð, því lömbin voru frekar létt. Hún hefur
verið að skila mjög góðum lömbum af fjalli, en ekki núna
Svo vantar enn 11 stök lömb. Það kemur í ljós á morgun
hvort eitthvað af þeim hafi komið til byggða í dag
Molinn kveður
|
|
|
|
|