Við frestuðum að setja hrútana í ærnar. Ástæðan er sú, að
niðurstöðurnar úr sýnunum á að koma á morgun. Við erum
búin að fá úr nokkrum sýnum og Æðey er með T137 arfgerðina,
eins og við vorum að giska á. Við þurfum að raða hrútunum
eftir því hvernig sýnin koma út
 |
Þeir eru orðnir frekar pirraðir á þessu atvinnuleysi
 |
22-712 Króli
 |
Þessi stubbur fer alltaf með okkur í fjárhúsin seinnipartana.
Honum finnst skemmtilegra að fara í fjárhúsin en að vera í
tölvunni. Hann bjó til þetta "hús" og leikur sér í því allan tímann
meðan verið er að gefa
 |
Hann bauð mér í "kaffi" í dag. Mjög gott "kaffi" hjá honum
 |
Kvöld gjöfin
 |
Í morgun
 |
Í kvöld
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|