Flottir strákar
Það var líka föndur- og ljósadagur í skólanum og ég fór með
drónann og tók nokkrar myndir sem ég læt hér inn á morgun
Nú er ástarlífið byrjað í fjárhúsunum. Við settum hrútana
í. Við notum ekki alla, þar sem nokkrir (3) fengu rautt flagg úr
sýnatökunni í arfgerðarransókninni. Við ætlum að láta
sæða nokkrar ær og dýralæknir kom og sprautaði seinni
sprautuna við samstillingunni
 |
Hér er Vívaldi með króna vinstra megin, Króli með hyrndar
hægra megin fyrir innan og Vísir með þessar kollóttu fyrir
framan
 |
Vinstra megin fyrir innan er Sagosen, fyrir framan Ægir og
hægra megin fyrir innan Grillir og fyrir framan Ótti
 |
Þessar verða sæddar á sunnudaginn
 |
Flóni er með gemlingana
 |
Vívaldi fékk blandaðan hóp, þar sem hann er blandaður
sjálfur og með T137
 |
Vísir að störfum
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|