Tjaldurinn mætti í dag. Hann er flottur þessi fugl. Hann er
samt frekar óþolandi þegar hann er kominn með unga, því
þá ræðst hann á drónann. Það gerir hann áreiðanlega vegna
þess að hann heldur að hann sé ránfugl og er að passa að
dróninn éti ekki ungana
 |
Álftin kom í fyrsta sinn 31. mars. Ég náði ekki að mynda hana,
því hún stoppaði ekki lengi hér. Hún sást svo daginn eftir, en
stoppaði ekki lengi þá heldur. Í dag var þessi hópur mættur
hjá okkur
 |
Og gæsin er líka mætt
 |
 |
 |
Skógarþrösturinn mætti í gær. Garðurinn iðaði af þröstum
í gærmorgun. Það er greinilega að koma vor
 |
 |
Starinn er búinn að vera hér í vetur. Hann lét sig ekki vanta
í garðinn í dag
 |
Stari
 |
Auðnutittlingurinn kom líka í garðinn í dag
 |
 |
Hann fékk sér að éta úr matarstauknum
 |
Hrafninn kom líka, en vildi enga mynd af sér
 |
Þessi flugvél flaug yfir. Það stendur NAVY á henni. Þetta er
einhver herflugvél
 |
Við keyptum dúk til að setja á gólfið í kaffistofunni, í
fjárhúsunum
 |
Og hann er kominn á gólfið. Það verður mun betra að þrífa
gólfið núna
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|