Þessi fallegi gullmoli fæddist í nótt. Þetta er dóttur, dóttur
sonur Þórðar. Hann gerði okkur að langafa og langömmu 
Já við urðum eldri í nótt 
 |
Við skelltum okkur í það að undirbúa sauðburðinn. Við náðum
í garðana til að setja í hlöðuna
 |
Þarna erum við búin að þrífa og taka til, til að setja upp
einstaklingsstíur
 |
Við þrifum og tókum til þarna uppi og þetta er fyrir 15
lambær
 |
Við erum búin að bera inn gólfið fyrir stíurnar
 |
Og garðarnir komnir inn
 |
Við erum líka búin að færa afrúllarann. Nú er þetta allt að
koma. Við eigum bara eftir að koma stíunum upp og þá er
allt tilbúið
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|