Við kindavinkonur Við erum búnar að vera vinkonur síðan
24.07.2011. Þá datt ég inn á síðuna hennar og sá að við erum
með sama áhugamál (kindur). Í dag var árlega myndin tekin
af okkur, þegar þau komu í heimsókn. Elsku vinir Dísa og
Emil, takk fyrir samveruna 
Þrílemburnar með lömbin sín
 |
 |
 |
 |
Hrútar undan 17-357 Dimitríu og 22-714 Ægi. Dimitría var
þrílembd og átti líka gimbur sem fór undir 20-491 Santínu.
Dimitría veiktist og þurfti að taka þessa hrúta undan henni.
Þeir fóru undir 16-305 Elinóru. Hún var einlembd og við
gerðum hana þrílembda. Hún hefur farið létt með að vera
með þrjú lömb. Þeir dafna vel. Þeir eru mjög gæfir og koma
til okkar og vilja klapp
 |
Þeir síga niður að aftan þegar maður klappar þeim
 |
Aðeins að narta í mig
 |
Lömb, gimbur og tveir hrútar, undan 17-341 Akafíu og 20-604
Grilli. Hún fékk júgurbólgu og við lóguðum henni. Þessi lömb
eru búin að vera móðurlaus í tvær til fjórar vikur
 |
Og þessar gimbrar eru undan 16-280 Glitbrá og 20-603
Sagosen. Þær eru undan þessari sem ég fann 5.ágúst, sem
var föst í holu. Þær hafa ekki þekkt hana eftir veru hennar
í holunni. Þær eru þá móðurlausar
 |
15-619 Eyrún með hrút og tvær gimbrar undan 22-714 Ægi
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|