Ég fer á hverjum degi að mynda lömbin. Þau voru stygg í
byrjun, en núna get ég labbað í kringum þau án þess að
þau æði af stað. Oft taka þessir bræður á móti mér og þyggja
klapp. Þeir koma um leið og þeir sjá mig og elta mig þegar
ég er búin að klappa þeim í dágóða stund. Gaman að fá
svona móttökur
 |
Bræðurnir að koma trítlandi til mín
 |
Koma og fá klapp
 |
Svo er það þessi, hún Elíza. Hún kemur til mín um leið og
hún sér mig, til að fá brauð. Skemmtilegur tími
 |
Lömbin sem eru nýkomin af fjalli eru farin að borða brauð
 |
Hexía kom af fjalli í gær. Hún á eftir að fatta brauðið hjá mér
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|