Við fengum margar fallegar jólagjafir. Hér koma nokkrar af
mörgum fallegum gjöfum
 |
Við fengum þetta fallega skilti, frá Guðrúnu dóttir okkar og
fjölskyldu. Þetta ætlum við að setja upp á húsið okkar 
 |
Guðrún plataði pabba sinn. Hún gefur honum jóla bindi
hver einustu jól. Í ár setti hún stein í pakkann svo hann
mundi ekki fatta að þetta væri jóla bindi. Sniðug 
 |
Og við fengum viðbót í þetta fallega safn. Nú er nafna mín
mætt í safnið
 |
Þetta finnst mér fallegt jólaskraut 
 |
Við fengum þennan fallega jóladúk, frá Maríu dóttur Þórðar
og fjölskyldu. Hún prjónaði hann. Mjög fallegur dúkur 
 |
Við fengum saltlampa frá fjölskyldunni Vöglum. Mér finnst
þessir lampar svo fallegir 
|
|
|
|
|
|
Molinn kveður