Ég vorkenni fuglunum í þessum snjó. Þarna eru gæsir á
fjárhústúninu að reyna að fá eitthvað í gogginn. Ég held að
þær leggi mikið af í þessu tíðarfari
 |
Það er búið að snjóa af og til í allan dag. Búið að vera þungt
yfir. Vorið er samt á leiðinni. Það á að vera 11 stiga hiti, bæði
á laugardag og sunnudag
 |
Lambamerkin eru komin í hús. Við ákváðum að fara með
svörtu bleki ofan í númerin, því þau eru svo dauf. Grátt í
grátt er ekki gott
 |
Ég er búin að skrifa á 160 merki, bæði litlu merkin og stóru.
Ég þarf svo að halda áfram að klippa til stóru merkin og skrifa
á báðar gerðir
Molinn kveður
|
|
|
|