Þessi tvö birtust hér á Möðruvöllum í dag. Forystusauðurinn
er frá Ytri-Bakka og gimbrin er frá Syðri-Reistará. Þau eru
ekki vel á sig komin. Frekar létt greyin. Þau hafa nú ekki haft
mikið að éta í vetur, allavega ekki seinni hluta vetrar
 |
Bubbi elti sauðinn uppi, á sínum jafnfljótum, en ég elti
gimbrina uppi á snjósleðanum. Já lengi er von á tveimur 
Molinn kveður
|
|