Ég er búin að fylgjast með þessari síðustu í allan dag og
vonast til að hún beri fyrir nóttina.
28 dagar/nætur á vakt og aldrei sofið meira en tvo tíma
í einu og ekki lagt mig á daginn. Ég veit að þetta er ekki holt,
en ég hef haldið þetta út meðvituð um að þetta er mánaðar
tímabil sem gengur yfir
 |
Meðan ég beið og vonaði að hún bæri, ákvað ég að baka
vöfflur. Þegar við fórum svo að gefa fénu seinni gjöfina, þá
var hún byrjuð
 |
Sauðburði lauk svo um hálf átta í kvöld. Já eða lauk í bili.
Hann byrjar aftur í júlí
Molinn kveður
|
|
|