Við erum búin að vera með ærnar inni síðan á laugardag, en
þær fengu að fara út í dag. Við flokkuðum þær þegar við
settum út. Þrílemburnar og tvílembdu gemlingarnir fóru á
nýræktina og fengu rúllu þar. Hinar fóru bara út og geta
farið um allt
 |
Nú eru fjárhúsin tóm, en það eru 5 lambær inn í hlöðu. Við
setjum kannski einhverjar af þeim út á morgun
 |
Þrílemburnar og tvílembdu gemlingarnir að fara á nýræktina.
Við erum með 25 ær sem ganga með þrjú lömb og 5 gemlinga
sem ganga með tvö lömb
 |
Hér var góður matur í tilefni sauðburðarloka
 |
Betra getur það varla verið
Ég svaf vel í alla nótt. Gott að geta sofið í einum dúr 
Molinn kveður
|
|
|
|
|