Já svona var þetta kl. 7 í morgun. Eins gott að við settum
kindurnar inn í gærkvöld.
Við fórum fyrir hádegi og flokkuðum ærnar í krærnar, þá
hverja á með sín lömb. Þegar við vorum búin að flokka í
krærnar fórum við í mat. Þegar við vorum búin að borða,
þá stytti upp og veðrið var þokkalegt. Snjórinn farinn og þá
datt okkur í hug að setja bara allt út, því við höfum góða beit
 |
Þessa mynd tók ég um þrjú leitið í dag. Ærnar á beit og hafa
það gott. Við erum heppnari en aðrir, að því leiti að það kom
aldrei mikill snjór hér. Veðrið í gær og nótt var ekki gott, en
ekki eins slæmt og hjá mörgum. Við getum ekki kvartað 
Við sjáum til hvort við hýsum í nótt. Veðrið er gott eins og er
Molinn kveður
|
|
|
|