Þetta eru lömbin. Já nú getur maður farið að skoða
myndirnar af þeim þegar arfgerðarsýnagreiningarnar koma.
Það eru nokkrar greiningar komnar, en ekki allar. Af því sem
komið er, erum við með 21 gimbur ARR og af þeim er ein
arfhrein ARR og 14 hrúta ARR.
Svo erum við með 21 gimbur T137 og af þeim eru tvær
arfhreinar T137 og 21 hrúta T137 og af þeim er einn
arfhreinn T137.
Við erum líka með 14 gimbrar sem eru með H154 og af þeim
eru tvær arfhreinar H154. Svo erum við með 9 hrúta sem eru
með H154 og af þeim er einn með bæði ARR og H154
og einn með bæði T137 og H154
Hlakka til að sjá restina af greiningunni sem á eftir að koma,
en það er einn þriðji af lömbunum
 |
Ærnar eru enn að narta í hey, þó svo að það er komin mjög
mikil beit. Ég held að þeim finnist það auðveldara en að
þurfa að bíta grasið. Við erum hætt að gefa rúllur. Eins og ég
sagði þá er nóg beit
 |
Þessi gemlingur er ótrúlegur. Hún er með tvö lömb og fer
létt með það. Þetta er hún 23-045 Anímóa. Það er komin
greining á hrútinn og hann er H154. Við bíðum eftir greiningu
á gimbrinni
 |
Arfhrein ARR gimbur undan 23-048 Glettu og 23-726 Pixa
 |
Arfhreinn T137 hrútur undan 23-053 Lúpínu og
23-723 Ratipong
 |
Arfhrein T137 gimbur undan 23-046 Glöð og Ratipong
 |
Arfhrein T137 gimbur undan 23-029 Valný og Ratipong
Þessi fjögur lömb verða pottþétt sett á 
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|