Þessi er að standa sig svo vel. Þetta er 16-282 Katla. Hún var
einlembd. Þegar hún var að bera, þá tókum við þessi þrjú
og vöndum undir hana. Við tókum svo hennar lamb og
vöndum það undir aðra á. Þessi þrjú fæddust líflítil og við
vorum með þau fyrst til að byrja með í hjólhýsinu. Þau
brögguðust svo og við vorum með þau sem heimalinga, þar
til þau fóru undir Kötlu.
Eitt er undan 17-347 Pytlu og 23-721 Fastusi, hrútur. T137
Eitt er undan 18-428 Kvísl og 23-722 Brútusi, gimbur. T137
Og eitt er undan 21-001 Parísi og 23-721 Fastusi,
hrútur. T137 og 154. Þau dafna vel hjá henni
 |
Elíza kemur alltaf til mín og vill fá brauð
 |
17-336 Natalía með gimbrar undan 23-721 Fastusi. Önnur
er T137, þessi hægra megin, og hin er H154
 |
20-514 Dendý með hrúta undan 23-720 Valver. Þeir eru báðir
T137 Hún var þrílembd og þriðja lambið, hrútur, var vaninn
undir 23-043 Lettu. Hlutlaus arfgerð á honum
 |
17-323 Ingileif með hrút undan 23-725 Dúdda. Hún var
tvílembd og gimbrin var vanin undir 17-370 Karþagó. Það
var gert vegna þess að þegar hún var að bera, þá vöndum
við tvær gimbrar sem voru móðurlausar undir hana. Þá
var hún með fjögur lömb. Hún mjólkaði þeim alveg í nokkra
daga. Við þurftum ekki að gefa þeim mjólk. Gimbrarnar
eru undan 23-048 Glettu og 23-726 Pixa. Önnur er ARR og
hin er arfhrein ARR. Hrúturinn er líka ARR
 |
Hrútar undan 21-009 Valíu og 23-722 Brútusi
 |
Hrútur undan Valíu og Brútusi. Hann er með T137
Við fengum 12 sýni úr greiningu í dag. Þá er eftir að greina
fjögur sýni. Þau koma vonandi á föstudaginn
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|