Guðmundur kom aftur í morgun og hélt áfram að rúlla. Hann
rúllaði allt.
Það voru 45 rúllur af stykki 3 (fjárhústúnið)
60 rúllur af stykki 2, nýræktinni
Og 11 rúllur af stykki 1, nunnuhólsstykkinu
Þá eru komnar 133 rúllur
Við gengum frá endum og merktum rúllur af öllu, nema
nýræktinni. Við gerum það á morgun
 |
16-285 Brók, ein af lamblausu ánum (átti tal í gær) er búin að
vera hér heimavið í marga daga. Ég hef getað fylgst með
henni
 |
Í gær, lét hún sig hverfa. Hún fór upp í fjallshólf. Ég fór svo út
í gærkvöld og sá hana hvergi. Ég fór og leitaði að henni og sá
hana ekki. Þórður fór svo með mér að leita og við fundum
hana. Hún var efst í fjallshólfinu. Við rákum hana inn í fjárhús
og ákváðum að hafa hana inni í nótt
 |
Ég setti upp myndavélina og ég vaknaði á tveggja tíma fresti
í nótt og gáði að henni
 |
Hún bar svo um fimmleitið í dag, tveim lömbum
 |
Hrútur og gimbur undan 23-726 Pixa. Hann er með ARR
arfgerð. Við tökum sýni úr þeim á morgun og mörkum þau.
Svo fá þau að fara út með móður sinni
 |
Hún er alveg alsæl með lömbin sín
|
|
|
|
|
|
|