Ég vaknaði á klukkutíma fresti til að athuga með þessa. Hún
átti tal 16. júlí. Ég sá á henni í gærkvöld að hún var eitthvað
óróleg. Ég var alveg viss um að hún væri að fara að bera, um
þrjú leitið í nótt. Um sex leitið var hún farin að rembast. Ég
fór uppeftir og ég mátti ekki seinni vera. Það var kominn
haus út. Ég náði að setja hann inn og ná í fæturnar. Restin
gekk mjög vel og út komu tvær flottar gimbrar
 |
Önnur er alveg bjarthvít, en hin er litur 12 eða jafnvel litur
13. Það er möguleiki að þær séu með ARR arfgerð 
Móðirin er 18-397 Dáfríð og faðirinn 23-726 Pixi
 |
Þórður snéri á báðum stykkjunum, 5 og 9
 |
Við fengum verktaka til að bera á túnin, á milli slátta. Hann
bar á öll túnin, nema þessi tvö sem verið er að heyja á
 |
Þórður tilbúinn með sekkina
 |
Það er enn svona mikið í Staðaránni
 |
Hún flæðir í áttina að refaskálanum
 |
Mjög mikil þessa dagana
 |
Við mörkuðum og sprautuðum lömbin gegn lambablóðsótt,
í dag og settum líka í þau selen
 |
Þau fengu svo að fara út með mömmu sinni
 |
Við fórum í fjöruna á Gásum. Vatnið sem er þarna er alveg
að verða horfið í einhvern gróður
 |
Allt í gróðri
 |
Staðarskarðið
 |
Súlur. Tekið frá Gásum
 |
Og svo í framhaldi af Súlum
 |
 |
Hjalteyri
 |
Endurvarpstöðin í Vaðlaheiði. Tekið frá Gásum
 |
Flugvél, líklegast að fara til Grímseyjar
Verið í leik í fjörunni á Gásum
|
|
 |
 |
 |
 |
 |
 |
Fjör á Gásum
|
 |
Afi með afagullmolann sem fékk að fara með honum smá
rúnt í vélinni
 |
Hún var ekkert hrædd í vélinni 
 |
Þórður garðaði upp á báðum stykkjunum. Klárt fyrir rúllun
á morgun
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|