Við settum vigtarganginn upp í morgun og gerðum allt klárt
fyrir haustið
 |
 |
 |
 |
 |
 |
Allt klárt 
Við rákum allt féð sem er hér heima, inn í dag og ákváðum
að vigta lömbin. Við gerðum þetta, vegna þess að við fengum
tvö sýni skráð ónýt, á föstudaginn. Annað lambið sem er með
ónýtt sýni er hér heima. Við tókum sýni úr því og ætlum að
senda það ásamt sýnunum úr sumarlömbunum, á mánudaginn
 |
Við erum með þrílemburnar og tvílembdu gemlingana hér
heima
 |
 |
Þetta er dágóður hópur
 |
Þessi flekkótti hrútur (til vinstri) var 47 kg. Svarta gimbrin var
43 kg. og hvíta gimbrin fyrir aftan þessa svörtu var 27 kg. Þau
eru undan 16-291 Rakel og 23-721 Fastusi. Rakel gengur með
þau öll þrjú
 |
Hér eru þau öll í vigtunarganginum
 |
Þessar gimbrar eru undan 23-049 Heklu og 23-726 Pixa. Þær
voru 37 og 38 kíló. Þessi fremri er ARR og N138 og hin er
N138
Við vigtuðum annað lambið sem fæddist fyrst í sumar, 9. júlí.
Það var hrútur og hann var 21 kg.
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|