Það var svo mikið rok að heyið á stykkinu fyrir neðan
íbúðarhúsin (stykki 8) fauk í rokinu í dag. Ég sá bara
hey-skafrenning yfir götuna hér fyrir neðan. Þegar búið var
að rúlla niður á engi, þá var rúllað hér heima
 |
Heyið sem er búið að fjúka af túninu. Við fórum og rökuðum
það og settum aftur yfir girðinguna og á túnið
 |
Ég er viss um að við höfum rakað hey, sem nemur heila rúllu,
sem var í girðingunni og hinum megin við girðinguna sem
hafði fokið
 |
Það voru 13 rúllur á stykki 8. Þó það, því þvílíkt fauk af
túninu
 |
Sólbökuð ský
 |
Guðmundur að rúlla
 |
Ég held að það séu töðugjöld hjá okkur. Mikið er ég fegin
að það tókst að rúlla í dag 
Við vorum komin með 243 rúllur og eftir daginn í dag eru
komnar alls 301 rúllur
Þarna sést hvað var svakalega hvasst hér
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|