Við fengum 25 lömb í gær. Við vigtuðum þau í morgun og
vigtin er bara góð á þeim. Meðalvigtin á þessum 25 lömbum
var 46.1 kg.
|
Hrútur undan 23-050 Baddý og 23-726 Pixa. Hann var 47 kg.
Hann er með arfgerðina N138. Hann gekk undir 22-022 Skútu
|
Hrútar undan 21-009 Valíu og 23-722 Brútusi. Þessi sem er
meira flekkóttur var 50 kg og er með T137. Hinn var 46 kg.
|
Við þurfum að skoða þennan betur til ásetnings. Hann er
álitlegur
|
Gimbur undan 19-444 Höpp og 23-724 Arró. Hún var 42 kg.
Hún er með N138. Hrúturinn á móti henni var 51 kg. og er
með ARR og N138
|
Hrútur og gimbur undan 19-469 Æðey og Brútusi.
Hrúturinn var 53 kg. og gimbrin 45 kg. Hrúturinn er T137
|
Hrútur undan 19-474 Þebu og Arró. Hann var 50 kg. og er
með ARR
|
Bræðurnir undan Valíu
|
Hrútur undan 20-521 Offu og Brútusi. Hann var 52 kg. og er
með arfgerðina T137
|
Gimbrin á móti var 39 kg. og er með T137
|
Þessi fæddist sem gimbur. Við tókum eftir því í vor að það
komu hrútshorn á hana. Það er ódæmigert kyn á þessu
lambi. Það var 41 kg. með T137 og er undan 20-514 Dendý
og 23-720 Valver
|
Gimbur undan 22-109 Ágústu og Brútusi. Hún var 43 kg.
þegar við vigtuðum lömbin hér heima, 7. september. Hún
er með arfgerðina C151
|
Búið að gera vagninn klárann og meiri segja ná í eina ferð
með lömb hingað. Simmi var okkur innanhandar við
aksturinn
|
Nú erum við komin með nokkra unga. Guðrún Helga var
að unga út Easter Egger eggjum. Við verðum með þá til að
byrja með eða alveg. Veit ekki alveg, en kannski verðum við
með nokkrar. Þetta eru 15 ungar, en það verða ekki allt
hænur úr þessu. Það verða nokkrir hanar
|
Við erum með einn vinnumann sem ætlar að sjá um þá. Hann
eyðir miklum tíma í að horfa á og spjalla við þá
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|