Það snjóar og snjóar þessa dagana. Það er bara í góðu lagi
enn sem komið er Það er allavega hægt að nota
snjósleðann. Það var ekki hægt á þessum tíma í fyrra
 |
Kominn skafl við fjárhúsin
 |
Kindurnar hafa það nú gott inni. Komin mikil ull á þau sem
voru klippt 19. október, fyrir akkúrat mánuði síðan
 |
Þessar voru klipptar 13. nóvember og ullin komin vel af stað.
Þær fá svo gott fóður
Molinn kveður
|
|
|
|