Það var fallegur himinn í morgun. Aftur voru það glitský sem
léku á alls oddi. Svakalega flott. Ég tók nokkrar myndir af
þessari fegurð
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Undir hefðbundnum aðstæðum myndast ekki ský í heiðhvolfinu.
En sé fjallgarður til staðar þrýstist raki úr veðrahvolfi upp í
heiðhvolfið. Lágt hitastig heiðhvolfsins þéttir rakann í ískristalla
og ásamt saltpéturssýru mynda þau glitský. Skýin verða til í
hitastiginu -70 til -90 gráður á celsíus. Litir þess myndast þegar
sólarljósið beygist í kristöllum þess.
Í gær kom klakastífla í Hörgána. Áin flæddi yfir allt engið. Ég
tók þessar myndir í dag. Vatnið sem flæddi yfir í gær, var að
mestu farið. Ég hefði betur tekið myndirnar í gær þegar allt
var á floti. En hér koma nokkuð margar myndir sem ég tók
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|