Tveir í fríi og tveir í skóla. Það var starfsdagur í
Þelamerkurskóla í dag og þá fáum við vinnumenn með okkur
í fjárhúsin. Þeir voru mjög duglegir að hjálpa okkur. Þarna eru
þeir að brytja brauð handa kindunum
 |
Smá sprell í gangi þarna
 |
Þórður setti kerið út, sem rúlluplastið er í. Þeir fengu að
vera í því á meðan hann setti það út. Það á að taka plastið
í dag
 |
Flottir vinnumenn 
 |
Ég bakaði pönnukökur fyrir kaffitímann í dag
 |
Ekki oft sem maður nennir þessu
 |
Það er bara vorveður í lofti núna. Allt að verða autt
 |
Allur klaki að verða horfinn
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|