Jæja nú er svo komið með mig, að ég þarf að fá nýtt hné. Ég
var hjá lækni í morgun og þetta var niðurstaðan. Þetta er
hægra hnéð. Ég fer í aðgerð í júní, júlí eða ágúst. Líklegast
verður það í ágúst. Brjóskið er algjörlega búið og það er
bara bein í bein. Ég er svo fegin að þurfa ekki að fara núna
fyrir sauðburð. Ég er ekki viss um að ég hefði þegið það að
fara þá. En þessi tími í ágúst er bestur fyrir mig 
Molinn kveður
|