Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 917
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 2168
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 2324948
Samtals gestir: 88459
Tölur uppfærðar: 28.7.2025 19:15:40

27.07.2025 16:30

Húsbílaferð í dag

Við ákváðum að hreyfa ekkert við heyinu í dag, því það

rigndi í nótt. Við tókum okkur bara smá rúnt á húsbílnum.

Við fórum til Ólafsfjarðar og yfir Lágheiði í Fljótin og 

Öxnadalsheiðina heim. Góður rúntur. Það rigndi í Fljótum

og svo stytti upp þegar við vorum komin á móts við Varmahlíð

Þóroddsstaðir í Ólafsfirði. Þórður bjó þar fyrstu árin.

Hann flutti til Akureyrar þegar hann var á áttunda árinu

Kvíabekkjarkirkja

Bakki. Amma og afi Þórðar áttu heima þar

Hreppsendaá

Lundur í Fljótum

Knappstaðakirkja

Knappsstaðir eru eyðibýli, kirkjustaður og áður prestssetur

í Stíflu í Fljótum í Skagafirði, landnámsjörð Þórðar knapps og

Æsu Ljótólfsdóttur frá Hofi í Svarfaðardal. Bærinn fór í eyði

árið 1974. Hann stendur undir fjalli sem heitir Breiðarkollur

og er 932 m á hæð. Kirkja hefur verið á Knappsstöðum frá því

mjög snemma á öldum og þar sátu prestar sóknarinnar.

Knappsstaðabrauð þótti þó alltaf með rýrari brauðum, enda

er Stífla snjóþung og þótti harðbýl þótt sumarfagurt hafi

verið þar áður en Skeiðsfossvirkjun sökkti stórum hluta

sveitarinnar undir vatn. Þann 12. júní 1838 stórskemmdist

Knappsstaðakirkja í jarðskjálfta. Ákveðið var að reisa nýja

kirkju. Var hún vígð 1840 og er elsta timburkirkja landsins

og ein hinna minnstu. Kirkjubyggingin var meðal annars

fjármögnuð með því að selja Guðbrandsbiblíu, sem kirkjan

átti, og barst hún til útlanda en var síðan gefin aftur til Íslands

1933 og er nú í Landsbókasafni. Knappsstaðabrauð var lagt

niður 1881 og kirkjan lögð undir Barð. Eftir að Stífla fór í

eyði að mestu voru sóknirnar sameinaðar og eru síðan tvær

kirkjur í Barðssókn. Messað er í kirkjunni einu sinni á ári og

eru þær messur jafnan fjölsóttar.

Hvammur

Reykjarhóll

Molastaðir. Þarna ólst ég upp og átti góð ár

Gamli bærinn á Molastöðum

Bjarnargil

Saurbær

Fjárhúsin í Saurbæ

Helgustaðir

Stóra-Holt

Stóra-Holt

Minna-Holt

Minna-Holt

Fell

Bakkasel

Við hittum þennan Kjóa við Hofsós

Kjói

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

10 mánuði

14 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

16 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

6 mánuði

14 daga

Tenglar

Eldra efni