Við fengum þessa í dag. Þetta er 24-064 Náð, með gimbrina
sína og hrútinn hennar Elízu. Gimbrin var 36 kg. og hrúturinn
30 kg. Hrúturinn er forystuhrútur og fæddist mjög lítill,
þrílembingur. Nú vantar okkur eina á og 4 lömb af fjalli.
Áður en ég bloggaði í gær, og sagði frá þeim sem okkur
vantaði af fjalli, þá heimtum við eina á og tvö lömb. Lömbin
voru 54 kg. og 56 kg. Svakaleg lömb
Molinn kveður
|