|
Þórður fór í aðgerð á hendi, í dag. Það var verið að laga, eða
vonandi laga dofa sem hann er búinn að vera með í mörg
ár. Hann er líka með dofa í hinni hendinni og það á að laga
það seinna. Bara önnur hendi í einu.
 |
|
Hann var nú ekki slappari en svo, eftir aðgerðina, að hann fór
með mér í fjárhúsin. Hann tók ekki annað í mál, en að sópa
garðann. Ég gat enganvegin stoppað hann í því
 |
|
 |
|
Og svo mokaði hann moðinu upp í karið
 |
|
Ég er nú ekki viss um að læknirinn sem skar hann yrði
ánægð með að sjá þetta
 |
|
Þarna sýnir hann okkur það sem hann er með á hendinni til
að hlífa umbúðunum. Hann er með sundpoka á hendinni 
Aðgerðin gekk vel og við vonum að hún skili árangri
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|