02.04.2008 21:59
Já góða kvöldið hér.
Í dag þegar ég var að koma úr vinnunni kl. 17, já þá var ég 20-25 mín. heim til mín, sem ég er um 5 mín. að keyra dags daglega. Ég lenti í mótmæla akstrinum. Þetta var nú í góðu lagi nema það að bíllinn minn var að verða bensínlaus. Bensínljósið var búið að loga í nokkra daga. En viti men. Í þessari bílalest var hann Simmi bróðir hans Þórðar, og hann stoppaði þannig að ég komst framhjá. Ég held að hann hafi reddað því að ég varð ekki bensínlaus. Takk fyrir það Simmi. Ég fór svo og tók bensín, og þá tók nú ekki skárra við. ENDALAUS biðröð , allir að taka bensín, því það var búið að lækka bensínið í 129 kr. EN HVERJUM ER ÞAÐ AÐ ÞAKKA. JÚ ENGUM NEMA ÞEIM SEM ERU AÐ TEPPA UMFERÐINA ÞESSA DAGA. Já þeir standa sig vel í þessu.
Molinn kveður.