Góðan dag hér !
Hér er nú allt gott að frétta síðan síðast. Sauðburði lokið 24. maí. Það fæddust 83 lömb, 75 á lífi. 46 gimbrar og 41 á lífi, 37 hrútar og 34 á lífi, semsagt 5 gimbrar og 3 hrútar fóru yfir móðuna miklu.
Nú er ég búin að taka sumaröskrið mitt, ÞVÍ ÉG ER KOMIN Í ÞRIGGJA VIKNA FRÍ. Nú er það bara að eyða tímanum í Lyngbrekku og bera á viðinn og mála. Ég er nefnilega ein á þessu heimili komin í frí. Þórhallur fær náttúrulega ekkert frí, og Þórður kemst ekki í frí fyrr en eftir tvær vikur, þannig að ég verð ein að dunda mér í Lyngbrekku á daginn. Ég fæ svo elskuna mína, hann Þórð, seinnipartana til mín.
Við fórum í Lyngbrekku í gær og við fengum óvænta heimsókn þangað, já þessi kanína kom í heimsókn.
Molinn kveður.
