20.09.2009 21:24
Hæ, hæ !!
Jæja nú er helgin búin. Göngur 1 og 2 búnar. Réttir búnar. Oooohh þetta er búinn að vera skemmtilegur tími. Við kollheimtum ekki að þessu sinni. Það vantar enn tvö lömb. Ég er nú ekki alveg sátt við það. Ég er búin að setja inn myndir frá réttunum.
Við fórum í fertugsafmæli til Helgu Dóru í gær, á Krókinn. Þetta var alveg dúndur veisla. Margir sem komu til hennar. Ég á eftir að setja inn myndir af afmælinu.
Molinn kveður.
12.09.2009 08:47
Hæ, hæ !
Jæja nú er nú loksins komið að þesssu sem ég er búin að bíða eftir síðan í júní. Það eru semsagt komnar RÉTTIR. Helgi á Bægisá smalaði og rak heim, meðfram fjallgirðingunni, í gær. Það kom alveg slatti af fé. Það voru 6 ær og 10 lömb frá Rauðalæk sem komu. Við Þórður og co. áttum af þeim hóp 3 ær og 4 lömb.
Nú er fólk í göngum, og ÞÓRÐUR er einn af þeim. Já hann dreif sig í göngur í morgun. Duglegur karlinn. Það verður rekið inn á Bægisá eftir hádegi í dag, og ég ætla ekki að láta mig vanta. Ó NEI. Ég er að vísu ekki einsömul. Ég er með Sigga og Júlla, og svo komu Dagur Árni og Guðrún Helga og verða með okkur.
Jæja nú er ég að fara að smyrja brauð og hita kakó. Ég set kanski eitthvað af myndum inn í kvöld eða á morgun.
Molinn kveður.
06.09.2009 15:17
Hæ, hæ.
Jæja nú er helgin að verða búin, og ég búin að vera í leti alla helgina. Við Þórður erum búin að gista hér í Lyngbrekku, tvær nætur. Það er frekar ljúft að vera hér. Þórður er búinn að vera í Rauðalæk, í gær og í dag að hjálpa Ogga, en ég hef nú bara verið að dunda mér. Ég er tildæmis búin að fara nokkra kindarúnta. Og ég er búin að sjá nokkrar kindur frá Rauðalæk. Í gær fór ég og gat meirisegja gefið tveim kindum brauð. Það var náttúrulega bara snilld. Í dag er ég búin að fara í pottinn og hafa það gott. Svo næstu helgi verða göngur, og þá verður sko gaman.
Molinn kveður.
01.09.2009 22:33
Hæ, hæ.
Já ég er ennþá eitthvað svo dofin.
Ég var að setja inn myndir frá síðustu helgi. Siggi og Júlli voru hjá okkur. Æi ég skrifa eitthvað seinna.
Molinn kveður.
01.09.2009 20:14

Elsku Magga mín ! Blessuð sé minning þín.
Molinn kveður.